Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 26. október 2023 23:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Voetbalkrant.com 
Þjálfari Gent feginn: Hefði getað farið öðruvísi
Hein Vanhaezebrouck
Hein Vanhaezebrouck
Mynd: EPA

Það var erfitt kvöld fyrir Breiðablik sem tapaði 5-0 gegn Gent í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Gent 5 -  0 Breiðablik

Gent hefur gengið illa í belgísku deildinni að undanförnu en liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum en er á toppnum í Sambandsdeildinni með sjö stig. Hein Vanhaezebrouck þjálfari liðsins var ánægður með sigurinn í kvöld.

"Við urðum að sýna andstæðingnum virðingu. Þetta er ungt lið, með mikinn drifkraft og ákefð. Þeir áttu meira að segja fyrsta stóra færi leiksins og hefðu getað náð forystunni," sagði Vanhaezebrouck.

Fyrsta mark leiksins kom á 10. mínútu en liðið fylgdi því eftir með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla. Höskuldur Gunnlaugsson hefði getað skorað fyrir Breiðablik undir lok leiksins en Davy Roef markvörður Gent varði vítaspyrnu frá fyrirliðanum.

"Eftir 2-0 var álögin strax rofin og eftir 3-0 var leiknum lokið. En það hefði getað farið öðruvísi. Skilvirknin var til staðar í dag. Þetta var ekki fullkomið, en allt í allt er ég sáttur," sagði Vanhaezebrouck.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner