Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 15:37
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands í Slóvakíu: Berglind og Agla María byrja
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst kvennalandsleikur Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM. Okkar stelpur eru í 2. sæti riðilsins með 13 stig eftir 6 leiki, Slóvakíustúlkur eru í 3. sæti með 10 stig eftir 6 leiki en Svíar leiða riðilinn með 19 stig eftir 7 leiki.

Baldvin Már Borgarsson textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net en með því að smella hérna má fara í lýsinguna.

Það er mikilvægt fyrir okkar stelpur að vinna í dag en það verður alls ekki auðvelt, fyrri leikur liðanna fór 1-0 okkur í vil á Laugardalsvelli með marki frá Elín Mettu Jensen.

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari teflir fram sókndjörfu liði í leik dagsins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Agla María Albertsdóttir koma inn í liðið frá leiknum gegn Svíþjóð. Karolína er meidd og Hlín fer á bekkinn.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner