Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. nóvember 2020 13:58
Elvar Geir Magnússon
Pope ekki í marki Burnley gegn Man City
Nick Pope.
Nick Pope.
Mynd: Getty Images
Burnley verður væntanlega án markvarðarins Nick Pope á laugardaginn þegar liðið heimsækir Manchester City.

Pope fékk höfuðhögg eftir að hann tók magnaða vörslu í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace á mánudag. Það var fyrsti sigur Burnley á tímabilinu og kom liðinu upp úr fallsæti.

Varamarkvörðurinn Bailey Peacock-Farrell, fyrrum markvörður Leeds, verður væntanlega í rammanum.

Robbie Brady og Dale Stephens verða líklega einnig fjarri góðu gamni í leiknum á laugardag.

Jóhann Berg Guðmundsson er hinsvegar klár í slaginn en hann byrjaði leikinn gegn Palace. Það var hans 100. leikur í ensku úrvalsdeildinni og hann var óheppinn að halda ekki upp á þann áfanga með marki, hann átti sláarskot.
Athugasemdir
banner
banner