fös 26. nóvember 2021 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
VAR væntanlegt til Íslands - Hefur fundað með Norðmönnum og Dönum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndbandsdómgæsla eða VAR (e. Video assisatant Referre) eins og þetta er yfirleitt kallað hefur verið tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu.

Nú hefur stjórn norska knattspyrnusambandsins sett í fluggírinn og ætla að taka upp kerfið í efstu deild. Vinna verður sett af stað svo hægt sé að nota VAR frá og með tímabilinu 2023.

Terje Hauge yfirmaður dómaramála í landinu segir að VAR hafi þegar verið tekið upp eða verið sett áætlun um að nota í 25 deildum í Evrópu. Norska deildin verði að fylgja þeirri framþróun sem hafi átt sér stað því mikið sé í húfi. - „Við megum ekki sitja eftir," segir Hauge.

VAR búnaður var prófaður á leik KR og Víkings í fyrra og Þóroddur Hjaltalín formaður dómaranefndar KSÍ sagði í viðtali við Fótbolta.net þá að það hafi gengið vel.

Eftir fréttirnar frá Noregi ákváðu þeir Elvar Geir Magnússon, Sæbjörn Steinke og Benedikt Bóas Hinriksson að heyra aftur í Þóroddi og spurja hann hver staðan væri á þessum málum í dag.

„Staðan hjá okkur er ósköp svipuð að mörgu leyti [og í Noregi]. Við erum algjörlega á þeirri skoðun líka að við megum ekki heldur sitja eftir og þetta er eitthvað sem þarf að gera. Þetta er langt ferli en við erum að vinna í þessum málum," sagði Þóroddur.

Hann ræddi við Norðmenn og Dani en Dannmörk er eina norðurlandaþjóðin sem er komin með reynslu af VAR.

„Fyrir hálfum mánuði síðan var ráðstefna hjá norrænu dómaranefndunum í Osló. Þar fórum við yfir þetta og þeir lögðu fram planið sem þeir eru að byrja á og er mjög spennandi. Ég fundaði með norðmönnum og dönum en þeir eru eina norðurlandaþjóðin sem hefur með þetta og eru með reynsluna af þessu," sagði Þóroddur.

„Við munum fylgjast vel með Norðmönnunum, hvernig þeir eru að gera þetta og eins með Dönum þá erum við að vinna með þeim. Það er stefnan okkar að fara þessa leið en hvenær það verður get ég ekki sagt á þessu stigi, þetta er langt ferli. Við þurfum að funda með félögunum, þetta er ekki spurning um að við dómararnir viljum þetta heldur þurfum við að gera þetta með félögunum líka og þetta kostar peninga."

Breytingarnar á stjórn Knattspyrnusambandsins hafa haft áhrif á ferlið.

„Eins og þið vitið þá hefur fókusinn hjá Knattspyrnusambandinu farið í eitthvað allt annað en fótboltann því miður en ég vona að við séum að komast áfram. Við erum í mikilli vinnu að koma okkur útúr þessu brasi en auðvitað hefur þetta haft áhrif, því verður ekki neitað."

Sjá einnig:
Norðmenn ákveða að taka upp VAR - „Megum ekki sitja eftir"
Útvarpsþátturinn - Stóru málin í íslenska og enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner