Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 02. nóvember 2021 10:13
Elvar Geir Magnússon
Norðmenn ákveða að taka upp VAR - „Megum ekki sitja eftir"
VAR að mæta í norska boltann.
VAR að mæta í norska boltann.
Mynd: Getty Images
Stjórn norska fótboltasambandsins hefur ákveðið að taka upp VAR myndbandsdómgæslukerfið í efstu deild. Vinna verður sett af stað svo hægt sé að nota VAR frá og með tímabilinu 2023.

Terje Svendsen, forseti sambandsins, sagði á fréttamannafundi í morgun að það væri hárrétt skref fyrir norskan fótbolta að fylgja eftir öðrum deildum og taka upp VAR.

Nú fari af stað vinna við að koma upp búnaði og þjálfa fólk til að hægt verði að taka upp VAR í norska boltanum.

Terje Hauge, yfirmaður dómaramála í landinu, segir að með því að taka upp VAR sé deildin að stíga skref fram á við.

Hann segir að VAR hafi þegar verið tekið upp eða verið sett áætlun um að nota í 25 deildum í Evrópu. Norska deildin verði að fylgja þeirri framþróun sem hafi átt sér stað því mikið sé í húfi. - „Við megum ekki sitja eftir," segir Hauge.

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri vinna í gangi og stefnt að því að taka upp VAR í íslenska boltanum. Hvenær það yrði af því væri þó ómögulegt að segja.
Athugasemdir
banner
banner