Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2022 13:56
Aksentije Milisic
Zielinski kom Pólverjum í forystu og Szczesny varði vítaspyrnu og frákast
Zielinski skoraði og Lewandowski lagði upp.
Zielinski skoraði og Lewandowski lagði upp.
Mynd: EPA

Þessi stundina er hörku leikur í gangi í C-riðli en þar eru Pólland og Sádí-Arabía að spila gífurlega mikilvægan leik upp á framhaldið.


Með sigri getur Sádi-Arabía komist áfram í sextán liða úrslitin en liðið vann Argentínu í fyrsta leik á meðan Pólland gerði jafntefli gegn Mexíkó.

Piotr Zielinski kom Pólland yfir á 39. mínútu leiksins en hann þrumaði þá knettinum frábærlega upp í þaknetið eftir flottan undirbúning frá fyrirliðanum Robert Lewandowski.

Stuttu síðar eða á 45. mínútu fékk Sádí-Arabía vítaspyrnu eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR skjánum.

Al Dawsari klikkaði á vítaspyrnunni en Wojciech Szczesny varði mjög vel. Hann gerði sér lítið fyrir og varði líka frákastið á stórkostlegan hátt.

Ljóst er að það verður mikið fjör í síðari hálfleiknum.

Hérna má sjá vítaspyrnudóminn og vörsluna mögnuðu frá Szczesny.


Hér má sjá markið hjá Zielinski.



Athugasemdir
banner
banner
banner