Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. nóvember 2023 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Flottara en mark Rooney gegn Man City - „Ég trúi þessu ekki“
Alejandro Garnacho fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo
Alejandro Garnacho fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, segir draumamark Alejandro Garnacho flottara en það sem Wayne Rooney skoraði í nágrannaslagnum gegn Manchester City fyrir tólf árum.

Rooney skoraði mark, sem er talið eitt það flottasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, í 2-1 sigri á Man City í febrúar 2011.

Nani kom með fyrirgjöfina og stökk Rooney upp í loft og klippti boltann efst í hægra hornið. Guðdómlegt mark og var Gary Neville einmitt á vellinum í þessum magnaða grannaslag, en þó aðeins sem áhorfandi enda hafði hann lagt skóna á hilluna nokkrum dögum áður.

Neville er einnig á Goodison Park þar sem United er 1-0 yfir gegn Everton, en hann er á því að markið sem Garnacho gerði er flottara en hjá Rooney.

„Hann trúir þessu ekki og það geri ég ekki heldur. Þetta er flottasta bakfallsspyrnumark sem ég hef séð fyrir berum augum og ég var á staðnum þegar Rooney skoraði í Manchester-slagnum. Þetta var ótrúlegt. Algert töframark,“ sagði Neville.

„Garnacho var að færa sig frá markinu, sem gerði þetta enn erfiðara. Þetta er eitt besta mark sem þú munt sjá,“ sagði hann í lýsingunni.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner