Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
   þri 26. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Róbert Hauksson.
Róbert Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er hrikalega spenntur að byrja. Þetta er mikið verkefni sem er í gangi og ég er spenntur að taka þátt í því," segir Róbert Hauksson, nýr leikmaður Fram, í samtali við Fótbolta.net.

Róbert, sem er fæddur árið 2001, hafði leikið með Leikni frá 2022 en í sumar spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk. Hann leikur yfirleitt á kantinum.

Róbert er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék þar stórt hlutverk áður en hann fór til Leiknis fyrir Bestu deildina 2022. En núna hefst nýr kafli hjá Fram.

„Í lok tímabils talar Fram við Leikni og biður um leyfi að fá að ræða við mig. Síðan fer ég á fund með Rúnari (Kristinssyni) og Gareth (Owen). Ég er í sjálfu sér seldur eftir þann fund. Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um eftir að þeir útskýrðu planið," segir Róbert.

Það er erfitt að segja nei við Rúnar Kristinsson.

„Það er svolítið erfitt. Þetta er maður sem kann að ná árangri. Ég held að ég geti lært helling af honum. Það verður mjög flott að spila hjá honum."

Lærði helling hjá Leikni
Róbert segir að Fram sé félag sem eigi að gæla við að vera í topp sex og jafnvel um að komast í Evrópu. Það sé mikil uppsveifla í Úlfarsárdalnum.

Róbert hefði viljað gera betur með Leikni en hann segir að tíminn þar hafi verið skemmtilegur og liðið flott.

„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, flott lið og ég lærði helling þarna. Að því leytinu til var þetta mjög góður tími en hann einkenndist af einhverju leyti að vonbrigðum. Að tapa í umspilinu í fyrra og komast ekki í það í ár," segir Róbert.

„Ég kveð Leikni með miklum söknuði, það er ekki spurning."

Það eru spennandi tímar framundan. „Já, heldur betur. Ég er hrikalega spenntur og ég held að þetta verði frábært. Líf framherjans snýst um mörk og ég er að gæla við einhverja tölu í huganum. Draumurinn er að komast yfir tíu mörk og sjá hvert það tekur mann," sagði Róbert að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner