Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 26. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Róbert Hauksson.
Róbert Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er hrikalega spenntur að byrja. Þetta er mikið verkefni sem er í gangi og ég er spenntur að taka þátt í því," segir Róbert Hauksson, nýr leikmaður Fram, í samtali við Fótbolta.net.

Róbert, sem er fæddur árið 2001, hafði leikið með Leikni frá 2022 en í sumar spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk. Hann leikur yfirleitt á kantinum.

Róbert er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék þar stórt hlutverk áður en hann fór til Leiknis fyrir Bestu deildina 2022. En núna hefst nýr kafli hjá Fram.

„Í lok tímabils talar Fram við Leikni og biður um leyfi að fá að ræða við mig. Síðan fer ég á fund með Rúnari (Kristinssyni) og Gareth (Owen). Ég er í sjálfu sér seldur eftir þann fund. Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um eftir að þeir útskýrðu planið," segir Róbert.

Það er erfitt að segja nei við Rúnar Kristinsson.

„Það er svolítið erfitt. Þetta er maður sem kann að ná árangri. Ég held að ég geti lært helling af honum. Það verður mjög flott að spila hjá honum."

Lærði helling hjá Leikni
Róbert segir að Fram sé félag sem eigi að gæla við að vera í topp sex og jafnvel um að komast í Evrópu. Það sé mikil uppsveifla í Úlfarsárdalnum.

Róbert hefði viljað gera betur með Leikni en hann segir að tíminn þar hafi verið skemmtilegur og liðið flott.

„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, flott lið og ég lærði helling þarna. Að því leytinu til var þetta mjög góður tími en hann einkenndist af einhverju leyti að vonbrigðum. Að tapa í umspilinu í fyrra og komast ekki í það í ár," segir Róbert.

„Ég kveð Leikni með miklum söknuði, það er ekki spurning."

Það eru spennandi tímar framundan. „Já, heldur betur. Ég er hrikalega spenntur og ég held að þetta verði frábært. Líf framherjans snýst um mörk og ég er að gæla við einhverja tölu í huganum. Draumurinn er að komast yfir tíu mörk og sjá hvert það tekur mann," sagði Róbert að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir