Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 26. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Róbert Hauksson.
Róbert Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er hrikalega spenntur að byrja. Þetta er mikið verkefni sem er í gangi og ég er spenntur að taka þátt í því," segir Róbert Hauksson, nýr leikmaður Fram, í samtali við Fótbolta.net.

Róbert, sem er fæddur árið 2001, hafði leikið með Leikni frá 2022 en í sumar spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk. Hann leikur yfirleitt á kantinum.

Róbert er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék þar stórt hlutverk áður en hann fór til Leiknis fyrir Bestu deildina 2022. En núna hefst nýr kafli hjá Fram.

„Í lok tímabils talar Fram við Leikni og biður um leyfi að fá að ræða við mig. Síðan fer ég á fund með Rúnari (Kristinssyni) og Gareth (Owen). Ég er í sjálfu sér seldur eftir þann fund. Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um eftir að þeir útskýrðu planið," segir Róbert.

Það er erfitt að segja nei við Rúnar Kristinsson.

„Það er svolítið erfitt. Þetta er maður sem kann að ná árangri. Ég held að ég geti lært helling af honum. Það verður mjög flott að spila hjá honum."

Lærði helling hjá Leikni
Róbert segir að Fram sé félag sem eigi að gæla við að vera í topp sex og jafnvel um að komast í Evrópu. Það sé mikil uppsveifla í Úlfarsárdalnum.

Róbert hefði viljað gera betur með Leikni en hann segir að tíminn þar hafi verið skemmtilegur og liðið flott.

„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, flott lið og ég lærði helling þarna. Að því leytinu til var þetta mjög góður tími en hann einkenndist af einhverju leyti að vonbrigðum. Að tapa í umspilinu í fyrra og komast ekki í það í ár," segir Róbert.

„Ég kveð Leikni með miklum söknuði, það er ekki spurning."

Það eru spennandi tímar framundan. „Já, heldur betur. Ég er hrikalega spenntur og ég held að þetta verði frábært. Líf framherjans snýst um mörk og ég er að gæla við einhverja tölu í huganum. Draumurinn er að komast yfir tíu mörk og sjá hvert það tekur mann," sagði Róbert að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner