Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. desember 2021 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
„Einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og Whatsapp"
Viðar Ari Jónsson
Viðar Ari Jónsson
Mynd: Sandefjord
Viðar Ari Jónsson, leikmaður Sandefjord í Noregi, ræddi framtíðina í viðtali við Vísi í gær en hann segir einhverjar þreifingar í gangi eftir frábært tímabil.

Viðar er 27 ára gamall og hefur verið að gera það gott í Noregi en hann skoraði ellefu mörk og lagði upp fimm í 29 leikjum með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni.

Hann er samningslaus í dag og skoðar framtíðina sína vandlega en hann segir einhverjar þreifingar í gangi. Þá kemur hann einnig inn á að alls konar menn hafi sent honum skilaboð á samfélagsmiðlum og sagt honum frá áhuga liða.

„Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega."

„Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“

„Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi,"
sagði hann í viðtali við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner