Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. janúar 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer Reyes æfir með liði á Filippseyjum
Kristófer í leik með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar.
Kristófer í leik með Víkingi Ólafsvík síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn Kristófer Reyes er þessa dagana á Filippseyjum að æfa með og skoða aðstæður hjá félagsliði þar í landi. Hann segir frá þessu í samtali við Fótbolta.net.

Félagið heitir ADT og er nýtt lið efstu deild. Þjálfari liðsins er landsliðsþjálfari Filippseyja og er félagið rekið af knattspyrnusambandinu í landinu.

Kristófer, sem er 22 ára, á föður frá Filippseyjum og hefur hann æft með landsliðinu þar í landi. Ray Anthony Jónsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, spilaði með landsliði Filippseyja og fyrir hans tilstuðlan fór Kristófer til æfinga hjá landsliðinu.

„Þjálfarinn er landsliðsþjálfari Filippseyja. Hann hafði mikinn áhuga á að fá mig í liðið hjá sér eftir að hafa fylgst með mér síðan ég fór í fyrstu æfingaferðina með landsliðinu. Liðið er rekið af knattspyrnusambandi Filippseyja og eru leikmenn liðsins hugsaðir sem framtíðar landsliðsmenn," segir Kristófer.

Hann er byrjaður að æfa með liðinu, og er að kanna og meta aðstæður. Hann mun taka ákvörðun fljótlega.

Kristófer lék 11 leiki með Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni síðasta sumar. Hann hefur einnig verið á mála hjá Fram hér á landi, en á síðasta ári fór hann til Taílands og var þar hjá úrvalsdeildarfélaginu Ratchaburi Mitr Phol.
Athugasemdir
banner
banner
banner