Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 27. janúar 2022 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Orri: Frábært að vera kominn í FH aftur
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd frá því í október 2014.
Mynd frá því í október 2014.
Mynd: FH
Finnur Orri Margeirsson gekk í dag í raðir FH í annað sinn á ferlinum. Hann gekk einnig í raðir FH árið 2014 en samdi sama vetur við Lillestörm í Noregi, ákvæði var í samningnum sem leyfði honum að semja við erlent félag.

„Mér líst rosalega vel á þetta og rosalega gaman að vera kominn aftur. Það var stutt stopp síðast, út af öðrum forsendum, en frábært að vera kominn í FH aftur. Ég held að það skip sé siglt að Lilleström hringi, ef ég er alveg hreinskilinn með það."

Var erfitt að kveðja Breiðablik? „Breiðablik er uppeldisfélagið og þegar ég fór til þeirra þá var ég ekki með nein áform um að kveðja eftir eitt ár. Síðan „kickar" raunveruleikinn inn og þá verður maður bara að spila eftir því. Í grunninn vill maður spila fótbolta, það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu og þegar FH sýndi mér áhuga þá leist mér rosalega vel á það."

„Já, auðvitað var ég svekktur með spilatímann hjá Breiðabliki en hlutirnir fara eins og þeir fara, það þarf ekki að dvelja eitthvað lengi með það en á meðan á því stóð þá vildi maður spila meira. Við breytum því ekki úr þessu, ég er mjög ánægður með þetta skref sem ég er að taka núna og held að það sé gott sumar í vændum."

„Eftir að ég talaði við Óla, það samtal var rosalega gott og sannfærði mig um að koma. Óli er frábær þjálfari og allir sem þekkja til hans tala vel um hann. Það var gott samtal sem við áttum á Bakarameistaranum fyrir ekki svo löngu sem hafði góð áhrif."

„Við höfum gengið út frá því að ég spili miðjustöðuna, ég horfi á mig sem miðjumann og vil geta fengið útrás fyrir einhverjum hlaupum og djöfulgangi. Við fórum svo sem ekkert ítarlega yfir það hvort ég gæti leyst aðrar stöður,"
sagði Finnur Orri.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner