Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 27. janúar 2022 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Orri: Frábært að vera kominn í FH aftur
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd frá því í október 2014.
Mynd frá því í október 2014.
Mynd: FH
Finnur Orri Margeirsson gekk í dag í raðir FH í annað sinn á ferlinum. Hann gekk einnig í raðir FH árið 2014 en samdi sama vetur við Lillestörm í Noregi, ákvæði var í samningnum sem leyfði honum að semja við erlent félag.

„Mér líst rosalega vel á þetta og rosalega gaman að vera kominn aftur. Það var stutt stopp síðast, út af öðrum forsendum, en frábært að vera kominn í FH aftur. Ég held að það skip sé siglt að Lilleström hringi, ef ég er alveg hreinskilinn með það."

Var erfitt að kveðja Breiðablik? „Breiðablik er uppeldisfélagið og þegar ég fór til þeirra þá var ég ekki með nein áform um að kveðja eftir eitt ár. Síðan „kickar" raunveruleikinn inn og þá verður maður bara að spila eftir því. Í grunninn vill maður spila fótbolta, það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu og þegar FH sýndi mér áhuga þá leist mér rosalega vel á það."

„Já, auðvitað var ég svekktur með spilatímann hjá Breiðabliki en hlutirnir fara eins og þeir fara, það þarf ekki að dvelja eitthvað lengi með það en á meðan á því stóð þá vildi maður spila meira. Við breytum því ekki úr þessu, ég er mjög ánægður með þetta skref sem ég er að taka núna og held að það sé gott sumar í vændum."

„Eftir að ég talaði við Óla, það samtal var rosalega gott og sannfærði mig um að koma. Óli er frábær þjálfari og allir sem þekkja til hans tala vel um hann. Það var gott samtal sem við áttum á Bakarameistaranum fyrir ekki svo löngu sem hafði góð áhrif."

„Við höfum gengið út frá því að ég spili miðjustöðuna, ég horfi á mig sem miðjumann og vil geta fengið útrás fyrir einhverjum hlaupum og djöfulgangi. Við fórum svo sem ekkert ítarlega yfir það hvort ég gæti leyst aðrar stöður,"
sagði Finnur Orri.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner