Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Viktor klár í að vera aðalmarkvörður Leiknis - „Ég held að hann sé tilbúinn í það"
Viktor Freyr Sigurðsson verður að öllum líkindum aðalmarkvörður Leiknis
Viktor Freyr Sigurðsson verður að öllum líkindum aðalmarkvörður Leiknis
Mynd: Leiknir
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, segir að Viktor Freyr Sigurðsson sé klár í að verða aðalmarkvörður liðsins á komandi tímabili.

Viktor er 21 árs gamall og hefur verið varamarkvörður liðsins síðustu ár en hann lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili er hann kom inn fyrir Guy Smit sem meiddist í 4-0 tapinu gegn Blikum.

Smit fór til Vals og er útlit fyrir að Viktor verði aðalmarkvörður Leiknis í sumar.

„Já, ég held að hann sé tilbúinn í það. Hann er ekki svo ungur og er að verða 22 ára gamall og nú metum við það þannig að hann ætti að vera með reynslumikla og góða vörn sem mun hjálpa honum," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Þetta er strákur sem er búinn að æfa með meistaraflokki í mörg ár og er flottur markvörður. Hentar okkar leikstíl mjög vel, með flottar spyrnur, góður í fótunum, frábær einn og einn og verðugur að vera aðalmarkvörður Leiknis."

Sigurður segist ekki í leit að öðrum markverði og að Viktor sé staðráðinn í að eigna sér stöðuna.

„Eins og staðan er í dag erum við ekkert að pæla í því. Við erum að skoða Viktor og hann er staðráðinn í því að vera markvörður Leiknis," sagði hann í lokin.
Siggi býst við miklu: Horft á rosalega mikið af leikjum í Betri-deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner