Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 27. janúar 2023 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alonso framlengir við Barcelona út næsta tímabil
Mynd: EPA
Marcos Alonso, sem gekk í raðir Barcelona frá Chelsea síðasta sumar, hefur skrifað undir nýjan samning við spænska félagið.

Spænski varnarmaðurinn er nú samningsbundinn út næsta tímabil, hið minnsta.

Alonso spilaði oftast sem bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea en hefur eitthvað leyst miðvörðinn hjá Barcelona.

Í samningi hans er riftunarákvæði og getur annað félag fengið hann lausan með því að greiða 50 milljónir evra.

Hann er 32 ára gamall og er uppalinn hjá Real Madrid. Hann hefur einnig leikið með Bolton, Fiorentina og Sunderland á sínum ferli. Alonso á níu landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner