Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 27. janúar 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr Sancho aftur á morgun?
Kantmaðurinn Jadon Sancho gæti snúið aftur í leikmannahóp Manchester United gegn Reading í FA-bikarnum á morgun.

Sancho byrjaði að æfa aftur með liðsfélögum sínum fyrir um tíu dögum síðan eftir að hafa verið í einstaklingsæfingum í margar vikur þar áður.

Sancho var um tíma í Hollandi í einstaklingsæfingum og Erik ten Hag, stjóri Man Utd, talaði um að hann væri ekki á réttum stað, hvorki líkamlega né andlega.

Það hafa einhverjir andlegir erfiðleikar verið að hrjá Sancho sem hefur alls ekki staðið undir væntingum síðan United borgaði 73 milljónir punda til að fá hann frá Borussia Dortmund í júlí 2021.

Síðustu mínútur hans komu í 1-1 jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge í október, en hann gæti snúið aftur á morgun. Ten Hag sagði við fréttamenn að hann myndi taka ákvörðun eftir æfingu í dag.
Athugasemdir