lau 27. febrúar 2021 13:54
Victor Pálsson
Koeman: Ef við vinnum ekki er það mér að kenna
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, er vongóður um að starf hans hjá félaginu sé ekki í hættu þrátt fyrir ansi brösugt gengi á tímabilinu.

Framtíð Koeman er sögð í hættu en Barcelona tapaði 4-1 gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum.

Gengið hefur einnig verið ansi lélegt í deildinni og er Barcelona fimm stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem á leik til góða.

Koeman lék með Barcelona sem leikmaður og hefur einnig þjálfað lið eins og Everton og Southampton.

„Ég veit að það fylgir því alltaf mikil pressa að vera stjóri Barcelona. Ef þú vinnur ekki er það þjálfaranum að kenna," sagði Koeman.

„Ég veit ekki hvað gæti gerst í framtíðinni, það er enginn tími til að tala um það en ég er þó vongóður."
Athugasemdir
banner
banner
banner