Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 27. febrúar 2021 11:05
Victor Pálsson
Koscielny skaut fast á liðsfélagana - Skilur ekki svona hugarfar
Mynd: Getty Images
Laurent Koscielny, leikmaður Bordeaux, hefur sent sumum leikmönnum liðsins skýr skilaboð fyrir leik gegn Metz í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Bordeaux er um miðja deild í Frakklandi en gengi liðsins undanfarið hefur verið afar slæmt - liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Koscielny er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal og hefur spilað 10 leiki með franska liðinu í öllum keppnum á þessu tímabili.

Þessi 35 ára gamli leikmaður segir að andrúmsloftið hafi oft verið betra og að sumir leikmenn séu að eitra fyrir öðrum varðandi hugarfar og metnað.

„Andrúmsloftið er í meðallagi, í verulegu meðallagi. Þetta er hópur með leikmenn sem eru að verða samningslausir og vilja fara. Við þurfum að spila með þeim sem vilja berjast, vera saman og bæta sig," sagði Koscielny.

„Við erum með marga leikmenn sem gefa þér ekki viljann til að vinna, það er erfitt að ná úrslitum. Þess vegna get ég stundum verið neikvæður í tali."

„Þetta eru flottir strákar en ef þú vilt ekki bæta þig og ert ekki með markmið þá færðu ekkert, við munum fljótta gleyma þér."

„Ég á í erfiðleikum með suma einstaklinga því fyrir mig þá fylgir árangurinn vinnunni. Við fengum ekki sama uppeldi og þar er ég í erfiðleikum."

„Á endanum þurfum við að deila velli með leikmönnum sem eru með sama hugarfar og þú. Stjórinn velur liðið og þar til að tímabilið endar þá eru þrír mikilvægir mánuðir framundan."

„Það er undir okkur komið að ná í eins mörg stig og hægt er til að tryggja sætið í deildinni. Svo þurfum við að fletta á næstu blaðsíðu og hreinsa aðeins til."

„Ég verð ekki vinur allra, þegar ég tala þá er það ekki til að vera neikvæður heldur að afhenta leikönnum lykilinn að því að ná árangri og verða sá besti í liðinu. Ef þú vilt ekki heyra það þá heyrirðu það ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner