Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. febrúar 2021 08:30
Aksentije Milisic
Tuchel hrósar Giroud og Cavani: Mikill sjálfsagi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur hrósað framherjunum tveimur, Oliver Giroud og Edinson Cavani, fyrir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Oliver Giroud hefur fengið að spila töluvert undir stjórn Tuchel hjá Chelsea og þá skoraði hann glæsilegt sigurmark gegn Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu.

Hinn 34 ára gamli Cavani skoraði 30 mörk á síðustu tveimur tímabilum sínum hjá PSG undir stjórn Þjóðverjans. Hann varð þar með markahæsti leikmaður í sögu frönsku meistarana.

„Sjáðu þá þegar þeir skipta um treyjur við leikmenn, þeir eru í frábæru formi. Giroud er 100% í formi, 0% fita, alveg eins og Cavani," sagði Tuchel.

„Cavani er leikmaður eins og Giroud, sem nían í liðinu hugsar hann alltaf um liðið, þjáist með liðinu og er alltaf tilbúinn að taka hlaup í svæðin þegar það er í boði."

„Inn í teignum eru þeir báðir frábærir. Leikmenn í hæsta gæðaflokki og fyrir mig er sjálfsagi þeirra og líkamlegt stand, lykilinn að velgengninni."

Chelsea og Manchester United mætast klukkan 16:30 á sunnudaginn kemur en Edinson Cavani er tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner