Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 27. febrúar 2024 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
Icelandair
Glódís með fyrirliðabandið á miðri mynd fagnar í leikslok
Glódís með fyrirliðabandið á miðri mynd fagnar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alveg hægt að segja það að þetta var gríðarlega sætt og maður var svona smá "emotional" eftir leik. Þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli og mér fannst við sýna í dag að þetta væri það sem við virkilega vildum.“ Sagði fyrirliði Íslands Glódís Perla Viggósdóttir um tilfinninguna eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í dag sem tryggði liðinu áframhaldandi dvöl í A-deild Þjóðardeildar UEFA.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var langt liðið á leikinn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði. Skömmu fyrir leikslok tryggði Bryndís Níelsdóttir Íslandi svo sigur. Hvað var það í augum Glódísar sem ýtti liðinu yfir þessa hindrun?

„Fyrst og fremst þolinmæði af okkar hálfu. Það var ekkert panik eða stress yfir því að þær skora svona snemma, frekar finnst mér við stíga upp eftir markið. Við förum að spila betur og fara betur með boltann og eiginlega tökum yfir leikinn. Mér fannst við því svara því gríðarlega vel og svo undir lokin eru þær orðnar gríðarlega þreyttar og þá náum við að nýta okkar styrkleika.“

Sigurinn tryggði eins og áður segir Íslandi áframhaldandi veru í A-deild og því ljóst að andstæðingar okkar í komandi undankeppni EM verða gríðarlega sterkir. Um komandi verkefni sagði Glódís.

„Við erum að fara að spila við gríðarlega sterkar þjóðir og það verður alveg áskorun. Þetta er ekki auðvelt verkefni að spila í A-deild en það er það sem við viljum. Við viljum máta okkur við þessi lið þótt við kannski áttum okkur á að við erum ekki þar akkúrat núna en það er þar sem við viljum vera. Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp ef við ætlum að vera í þessari baráttu því það er klárlega þar sem við viljum vera.“

Sagði Glódís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars aðstöðumál.
Athugasemdir
banner
banner
banner