Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 27. febrúar 2024 19:13
Sverrir Örn Einarsson
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
Icelandair
Glódís með fyrirliðabandið á miðri mynd fagnar í leikslok
Glódís með fyrirliðabandið á miðri mynd fagnar í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alveg hægt að segja það að þetta var gríðarlega sætt og maður var svona smá "emotional" eftir leik. Þetta skipti okkur gríðarlega miklu máli og mér fannst við sýna í dag að þetta væri það sem við virkilega vildum.“ Sagði fyrirliði Íslands Glódís Perla Viggósdóttir um tilfinninguna eftir 2-1 endurkomusigur Íslands á Serbíu á Kópavogsvelli í dag sem tryggði liðinu áframhaldandi dvöl í A-deild Þjóðardeildar UEFA.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

Íslenska liðið lenti undir snemma leiks og var langt liðið á leikinn þegar Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði. Skömmu fyrir leikslok tryggði Bryndís Níelsdóttir Íslandi svo sigur. Hvað var það í augum Glódísar sem ýtti liðinu yfir þessa hindrun?

„Fyrst og fremst þolinmæði af okkar hálfu. Það var ekkert panik eða stress yfir því að þær skora svona snemma, frekar finnst mér við stíga upp eftir markið. Við förum að spila betur og fara betur með boltann og eiginlega tökum yfir leikinn. Mér fannst við því svara því gríðarlega vel og svo undir lokin eru þær orðnar gríðarlega þreyttar og þá náum við að nýta okkar styrkleika.“

Sigurinn tryggði eins og áður segir Íslandi áframhaldandi veru í A-deild og því ljóst að andstæðingar okkar í komandi undankeppni EM verða gríðarlega sterkir. Um komandi verkefni sagði Glódís.

„Við erum að fara að spila við gríðarlega sterkar þjóðir og það verður alveg áskorun. Þetta er ekki auðvelt verkefni að spila í A-deild en það er það sem við viljum. Við viljum máta okkur við þessi lið þótt við kannski áttum okkur á að við erum ekki þar akkúrat núna en það er þar sem við viljum vera. Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp ef við ætlum að vera í þessari baráttu því það er klárlega þar sem við viljum vera.“

Sagði Glódís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars aðstöðumál.
Athugasemdir
banner