Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   þri 27. febrúar 2024 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Ísland verður áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar!
Icelandair
Sveindís gerði jöfnunarmark Íslands og lagði upp sigurmarkið.
Sveindís gerði jöfnunarmark Íslands og lagði upp sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær sigur hjá okkar liði.
Frábær sigur hjá okkar liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 1 Serbía
0-1 Allegra Poljak ('6 )
1-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('75 )
2-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('86 )
Lestu um leikinn

Ísland verður áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir endurkomusigur gegn Serbíu á Kópavogsvelli í kvöld.

Stelpurnar byrjuðu afar illa eins og í Serbíu á dögunum og lentu snemma undir þegar Allegra Poljak eftir vond mistök hjá íslenska liðinu.

Það tók íslenska liðið langan tíma að vinna sig inn í leikinn en það fékk svo sannarlega færi til að jafna í fyrri hálfleiknum. Sveindís Jane Jónsdóttir brenndi til að mynda af algjöru dauðafæri. En hún átti eftir að bæta upp fyrir það síðar.

Seinni hálfleikurinn var lengi í gang, en hann fór loksins í gang þegar stundarfjórðungur var eftir. Alexandra Jóhannsdóttir átti þá frábæra sendingu upp á Sveindísi Jane sem kláraði vel fram hjá markverði Serbíu. Hún jafnaði leikinn, 1-1.

Útlit var fyrir framlengingu en svo vann Hildur Antonsdóttir baráttu við endalínuna. Amanda Andradóttir fékk boltann negldi honum upp í svæðið hinum megin. Sveindís var langfljótust á og hún náði boltanum. Hún gerði stórkostlega og kom boltanum á Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem gerði sitt fyrsta landsliðsmark. Það var um leið sigurmarkið í leiknum.

Lokatölur 2-1 fyrir Ísland sem heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar og á því meiri möguleika á að komast á næsta stórmót. Frábær karakter hjá liðinu og frábær sigur.Athugasemdir
banner
banner
banner