Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   þri 27. febrúar 2024 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Icelandair
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Hildur lék vel inn á miðsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur hér til vinstri.
Hildur hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var mjög sætt í endan og við áttum þetta fyllilega skilið fannst mér í þessum leik," sagði miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir eftir sigur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Staðan var jöfn eftir fyrri leikurinn en Serbía byrjaði betur í dag og tók forystuna snemma. En íslenska liðið sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og vann að lokum 2-1 eftir dramatískar lokamínútur.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Serbía

„Við fáum mark á okkur fljótlega eftir að leikurinn byrjaði og erum ekki inn í leiknum fyrstu mínúturnar, en svo finnst mér við vera með tökin á leiknum mestallan leikinn. Við þurftum bara að bíða eftir mörkunum."

„Við áttum nokkrar góðar sóknir sem enduðu ekki með markið og við einbeitum okkur að því að búa til fleiri þannig í seinni hálfleik, og skora úr þeim sóknum. Sem við gerðum."

Sveindís Jane Jónsdóttir jafnaði metin með flottu marki og svo kom sigurmarkið stuttu seinna. Hildur átti ágætis þátt í því marki þar sem hún vann boltann út við hliðarlínu. Amanda Andradóttir kom svo boltanum á Sveindísi úti hægra megin og hún finnur Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem gerði sigurmarkið.

„Þetta var bara gaman. Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því, en það var bara gaman. Ég veit ekki hvað ég get sagt annað," sagði Hildur og hló en það mark byrjaði á hennar baráttu.

„Það var geggjað að fagna með þeim sem mættu. Það mættu alveg margir en fyrir okkur var þetta bara eins og full stúka."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.


Athugasemdir
banner