Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Landsleikur og Lengjubikar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru nokkrir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og í kvöld, þar sem íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Serbíu í umspilsleik í Þjóðadeildinni.

Leikurinn fer fram klukkan 14:30 á Kópavogsvelli og er staðan 1-1 eftir fyrri viðureign liðanna í Serbíu, þar sem Stelpurnar okkar voru heppnar að sleppa með jafntefli.

Sigurliðið fær sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á meðan tapliðið fer í B-deildina.

Þá eru þrír leikir á dagskrá í Lengjubikar karla, þar sem Kári spilar við KFG í B-deild á meðan Úlfarnir og Mídas eiga heimaleiki í C-deild.

Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
14:30 Ísland-Serbía (Kópavogsvöllur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
20:00 Kári-KFG (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
20:00 Úlfarnir-KH (Framvöllur)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
20:30 Mídas-Álafoss (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner