Real Sociedad 1 - 1 Mallorca (4-5 eftir vítakeppni)
0-0 Brais Mendez ('45 , Misnotað víti)
0-1 Giovanni Alessandro Apud Gonzalez ('50 )
1-1 Mikel Oyarzabal ('71 )
0-0 Brais Mendez ('45 , Misnotað víti)
0-1 Giovanni Alessandro Apud Gonzalez ('50 )
1-1 Mikel Oyarzabal ('71 )
Real Mallorca mun spila til úrslita í spænska konungsbikarnum en það varð ljóst eftir að liðið vann Real Sociead eftir vítakeppni í San Sebastian í kvöld.
Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli á Mallorca og var því von á öðrum jöfnum leik í kvöld.
Heimamenn fengu tækifæri til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks en Brais Menedez fór illa að ráði sínum á vítapunktinum og setti boltann beint á markið. Auðveldur bolti fyrir Dominik Greif í markinu.
Mallorca nýtti sér þetta augnablik með því að komast yfir snemma í þeim síðari. Giovanni Gonzalez skoraði markið, en tuttugu mínútum síðar jafnaði heimamaðurinn Mikel Oyarzabal.
Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Sociedad fékk tækifæri til að komast yfir þar gestirnir björguðu tvisvar á línu. Stálheppnir Mallorca-menn. Þeir náðu að halda út fram að vítakeppni þar sem liðið vann 5-4 sigur. Mikel Oyarzabal klúðraði einu spyrnu Sociedad.
Þetta verður því fyrsti bikarúrslitaleikur Mallorca í 21 ár en það var árið 2003 þar sem félagið vann bikarkeppnina í fyrsta og eina skiptið í sögu þess.
Athugasemdir