Emerson Royal, leikmaður Tottenham, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í landsleikjahlénu. Hann er á leið í aðgerð.
Royal meiddist á hné og mun ekki spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í maí. Hann var með brasilíska landsliðinu og meiddist í lok leiksins gegn Marokkó á laugardagskvöld.
Marokkó vann 2-1 sigur í leiknum, nokkuð óvænt úrslit.
Royal meiddist á hné og mun ekki spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í maí. Hann var með brasilíska landsliðinu og meiddist í lok leiksins gegn Marokkó á laugardagskvöld.
Marokkó vann 2-1 sigur í leiknum, nokkuð óvænt úrslit.
Royal er 24 ára gamall bakvörður sem er í samkeppni um mínútur hjá Tottenham við Pedro Porro sem fenginn var frá Sporting í janúarglugganum.
Hann kom til Tottenham frá Barcelona sumarið 2021 og hefur til þessa skorað þrjú mörk í 73 keppnisleikjum fyrir Spurs.
Athugasemdir