banner
   mán 27. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi erfiðasti andstæðingurinn - „Hann er ótrúlegur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski bakvörðurinn Marcelo segir Lionel Messi erfiðasta andstæðinginn sem hann hefur mætt á ferlinum.

Marcelo og Messi börðust margoft í El Clásico á Spáni en sá brasilíski er einn besti vinstri bakvörður allra tíma á meðan Messi er auðvitað einn besti leikmaður sögunnar.

Mikill fjandskapur er á milli Barcelona og Real Madrid og hefur alltaf verið en Marcelo hrósaði Messi sérstaklega í viðtali við Athletic á dögunum.

„Messi er ótrúlegur og er erfiðasti andstæðingur sem ég hef mætt á ferlinum. Við vitum öll hvaða gæðum hann býr yfir og meira að segja enn í dag þó hann sé 35 ára og það var alveg eins hér áður fyrr.“

„El Clásico hefur alltaf verið ein af bestu viðureignunum til að horfa á og spila. Ég var heppinn að hafa spilað á tímabili þar sem þetta voru einhverjir bestu leikirnir í sögu El Clásico. Það var ekki bara Messi, það voru margir aðrir sem voru líka ótrúlegir,“
sagði Marcelo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner