Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. mars 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Redknapp um Conte: Hef samt aldrei séð neinn ganga svona langt
Conte var látinn fara í gær.
Conte var látinn fara í gær.
Mynd: Getty Images
Stýrði Tottenham á árunum 2008-2012.
Stýrði Tottenham á árunum 2008-2012.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, tjáði sig við BBC Radio 5 live í dag um brottreksturinn á Antonio Conte sem staðfestur var í gærkvöldi.

Redknapp bjóst við því að Mauricio Pochettino yrði ráðinn um leið og Conte var látinn fara, en það gerðist ekki. Því heldur Redknapp að Julian Nagelsmann verði skotmarkið.

„Ég bjóst við að Pochettino myndi stíga inn. Hann er ekki í starfi en þeir tóku hann ekki og þess vegna held ég að hann mun ekki taka við."

„Þetta er ekki auðvelt, það eru ekki margir stjórar sem þú myndir horfa til og gætu stokkið inn í starf eins og hjá Tottenham."

„Nagelsmann er nýbúinn að missa starfið hjá Bayern svo kannski halda þeir að hann sé svarið. Kanski munu þeir bíða út tímabilið þangað til öll samningsmál eru frá gengin og von að aðstoðarmaður Conte (Cristian Stellini) geti sinnt starfinu vel út tímabilið,"
sagði Redknapp.

Um Conte hafði Redknapp þetta að segja: „Hann var pirraður eftir Southampton leikinn, þeir voru 3-1 yfir og tíu mínútur eftir. Svo var hann ekki ánægður með gluggan, fékk ekki leikmennina sem hann vildi. Eftitr þessa ræðu var bara tímaspursmál hvenær hann færi."

„Þegar þú hefur átt slæma daga þá geriru stundum hluti sem þú sérð eftir. Ég hef samt aldrei séð neinn ganga svona langt. Hann lét menn heyra það. Ég held að mælirinn hafi verið fullur. Hann er vanur því að vinna hluti en hugsaði að hann væri væntanlega 3-4 leikmönnum frá því að gera það með Tottenham og fékk nóg."

Athugasemdir
banner
banner
banner