Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   mán 27. mars 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sabitzer tæpur en gæti samt spilað í kvöld
Mynd: Getty Images
Austurríska landsliðið mætir í kvöld Eistlandi í undankeppni EM. Marcel Sabitzer, leikmaður Manchester United er lykilmaður landsliðsins og skoraði tvö mörk í sigrinum gegn Aserbaídjan á föstudag.

Sabitzer þurfti að fara af velli vegna hnémeiðsla á 74. mínútu og Ralf Rangnick, fyrrum bráðabirgðastjóri United og nú þjálfari Austurríkis, segir að Sabitzer sé tæpur en gæti þrátt fyrir það spilað gegn Eistum í kvöld.

Sabitzer gat ekki tekið þátt í æfingu um helgina og óvíst hversu alvarleg meiðslin eru.

Sabitzer ber fyrirliðabandið í fjarveru David Alaba og væri það mikið áfall ef miðjumaðurinn verður ekki með í kvöld.

„Þegar allt kemur til alls snýst þetta um sársauka og sársaukaþröskuld hjá Marcel. Auðvitað vonum við að Marcel nái sér, sérstaklega eftir leikinn í Linz. Á þessari stundu er ég bjartsýnn að hann geti spilað, þetta snýst um hvort hann telji sig kláran. Ég geri ráð fyrir að hann spili," sagði Rangnick á blaðamannafundi.

Manchester United þarf á kröftum Sabitzer að halda vegna leikbanns Casemiro og meiðsla Christian Eriksen. Stuðningsmenn United vonast til þess að Sabitzer komi heill heilsu til baka eftir landsleikjahléið. Hann er á láni hjá United frá Bayern Munchen fram á sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner