Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2023 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu glæsimörk Szoboszlai og Pavard
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ungverjaland og Frakkland eru að vinna leiki sína í undankeppni EM 2024 sem eru í gangi þessa stundina.


Ungverjar eru með þriggja marka forystu gegn Búlgaríu á meðan Frakkar leiða með einu marki á útivelli gegn Írlandi.

Dominik Szoboszlai er lykilmaður í sóknarleik Ungverja og er heimsfrægur fyrir sinn magnaða skotfót, sem Íslendingar fengu að kynnast í umspili um sæti á síðasta Evrópumóti.

Búlgarar fengu einnig að kynnast honum í dag þegar Szoboszlai skoraði annað mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Magnað skot sem var algjörlega óverjandi fyrir markvörð Búlgaríu.

Benjamin Pavard, varnarmaður Frakklands og FC Bayern, skoraði þá eina markið sem er komið í leik Íra og Frakka. Pavard gerði vel að vinna boltann ofarlega á vellinum, leggja hann fyrir sig og skjóta honum glæsilega í slána og inn.

Frakkar höfðu ekki skapað sér hættuleg færi fram að þessu en eru þessa stundina að gera sig sífellt líklegri til að tvöfalda forystuna.

Þetta var ekki fyrsta glæsimarkið sem Pavard skorar fyrir Frakkland, en hann gerði mark mótsins á HM 2018 þegar Frakkland sló Argentínu út í 16-liða úrslitum á leið sinni að heimsmeistaratitlinum.

Sjáðu aukaspyrnu Szoboszlai
Sjáðu glæsimark Pavard


Athugasemdir
banner
banner
banner