Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 27. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Undanúrslit á Wembley og Liverpool einu stigi frá titlinum
Mynd: Man City
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í enska boltanum í dag, tveir í úrvalsdeildinni og einn í bikarnum.

Nottingham Forest og Manchester City eigast við á Wembley í undanúrslitaleik FA bikarsins. Sigurliðið mætir Crystal Palace í úrslitaleiknum eftir að lærisveinar Oliver Glasner sigruðu sannfærandi gegn Aston Villa í gær.

Erling Haaland, Ederson, Nathan Aké, John Stones og Rodri eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla í sterku liði Man City.

Í úrvalsdeildinni hefst veislan klukkan 13:00 þegar lærisveinar Andoni Iraola í liði Bournemouth freista þess að endurheimta áttunda sæti deildarinnar. Þeir þurfa sigur á heimavelli gegn Manchester United.

Áttunda sætið gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð ef Crystal Palace tapar í bikarúrslitaleiknum. Rauðu djöflarnir verða án Joshua Zirkzee, Amad Diallo, Diogo Dalot, Matthijs de Ligt, Lisandro Martínez og Ayden Heaven vegna meiðsla.

Liverpool getur svo tryggt sér úrvalsdeildartitilinn með jafntefli á heimavelli gegn Tottenham.

Liverpool er með tólf stiga forystu á Arsenal og einn leik til góða, þegar Arsenal á aðeins eftir að spila fjóra leiki á tímabilinu. Lærisveinar Arne Slot verða því stærðfræðilega búnir að sigra deildina með einu stigi í dag.

Enski bikarinn:
15:30 Nott. Forest - Man City

Úrvalsdeildin:
13:00 Bournemouth - Man Utd
15:30 Liverpool - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir