Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   sun 27. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Slegist í Bestu deildunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru níu leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og ríkir mikil eftirvænting fyrir leikjum dagsins.

Það fara þrír leikir fram í Bestu deild karla, þrír í Bestu deild kvenna og þrír í Mjólkurbikarnum. KR, FH og KA mæta til leiks bæði í karla- og kvennaflokki.

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsækja nýliða Vestra í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla, áður en KA og KR taka á móti FH og ÍA í áhugaverðum viðureignum.

Í kvennaboltanum byrjar veislan á heimaleik FH í Hafnarfirði gegn FHL frá Austurlandi, áður en stórveldi Vals fær Þór/KA í heimsókn í stórleik. Á sama tíma tekur Tindastóll á móti Stjörnunni.

Að lokum eiga ÍR, ÍBV og Haukar heimaleiki gegn KR, Gróttu og HK í Mjólkurbikar kvenna.

Besta-deild karla
14:00 Vestri-Breiðablik (Kerecisvöllurinn)
16:15 KA-FH (Greifavöllurinn)
19:15 KR-ÍA (AVIS völlurinn)

Besta-deild kvenna
14:00 FH-FHL (Kaplakrikavöllur)
17:00 Valur-Þór/KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
17:00 Tindastóll-Stjarnan (Sauðárkróksvöllur)

Mjólkurbikar kvenna
13:00 ÍR-KR (AVIS völlurinn)
14:00 ÍBV-Grótta (Þórsvöllur Vey)
14:00 Haukar-HK (BIRTU völlurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
3.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
4.    ÍBV 4 2 1 1 6 - 5 +1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 3 2 1 0 15 - 4 +11 7
2.    Valur 3 2 1 0 5 - 0 +5 7
3.    FH 3 2 1 0 5 - 1 +4 7
4.    Þróttur R. 3 2 1 0 6 - 3 +3 7
5.    Þór/KA 3 2 0 1 6 - 5 +1 6
6.    Víkingur R. 3 1 0 2 7 - 7 0 3
7.    Tindastóll 3 1 0 2 3 - 4 -1 3
8.    Stjarnan 3 1 0 2 5 - 13 -8 3
9.    FHL 3 0 0 3 1 - 6 -5 0
10.    Fram 3 0 0 3 2 - 12 -10 0
Athugasemdir
banner