mán 27. maí 2019 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Oddur Ingi var fenginn inn í neyðarráðstöfun
Oddur ásamt Andra Þór Jónssyni eftir leikinn í gærkvöldi.
Oddur ásamt Andra Þór Jónssyni eftir leikinn í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Oddur Ingi Guðmundsson leikmaður Fylkis kom inná sem varamaður í 2-2 jafntefli gegn FH í gærkvöldi.

Oddur Ingi hefur ekkert æft með Fylkisliðinu frá síðasta tímabili en kom inn í leikmannahóp Fylkis í gær vegna meiðslavandræða.

„Það hefur verið mikið af meiðslum og erfitt að skrapa saman í hóp og þetta hefur reynt mikið á hópinn. Við höfum hinsvegar þétt raðirnar og strákarnir eiga hrós skilið," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis í viðtali eftir leikinn í gær.

„Hann er fenginn inn í neyðarráðstöfun. Við áttum í erfiðleikum með að fylla hópinn. 2. flokkurinn er í æfingaferð og við gátum ekkert notað af þeim strákum. Með öll þessi meiðsli og Castillion ekki með leyfi til að spila þá urðum við að bregða á það ráð að hringja í Odd. Við vitum að hann er frábær knattspyrnumaður þrátt fyrir að hann hafi ekkert æft með okkur. Það sem maður er svo ánægður með að þegar maður tekur símtalið við gamlann Fylkismann sem var hættur, þá var hann tilbúinn að koma til baka og hjálpa liðinu í erfiðum aðstæðum. Stórt hrós á hann," sagði Helgi Sigurðsson sem reiknar með að Oddur verði með þeim eitthvað áfram og vonandi út sumarið.



Athugasemdir
banner
banner
banner