Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal reynir að kaupa Glódísi frá Bayern
watermark Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar að reyna að kaupa Glódísi Perlu Viggósdóttur í sumar. Frá þessu er greint á Morgunblaðinu.

Það kemur fram að Arsenal eigi núna í viðræðum við Bayern München um kaup á Glódísi en samningur hennar við þýska stórveldið rennur út næsta sumar.

Glódís, sem er landsliðsfyrirliði Íslands, gekk í raðir Bayern frá Rosengård í Svíþjóð sumarið 2021 og hefur hún verið lykilmaður hjá Bayern síðan þá.

Hún var fyrst bendluð við Arsenal áður en hún fór til Bayern fyrir tveimur árum eftir að Jonas Eidevall tók við Arsenal, en hann þjálfaði hana hjá Rosengård. En þá fór Glódís til Bayern.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í sumar en Glódís hefur spilað lykilhlutverk hjá Bayern sem er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina þar. Glódís spilaði vel með Bayern gegn Arsenal í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Arsenal hafði betur þar.

Arsenal er eitt stærsta félagið á Englandi en liðið er sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Það eru líka sögusagnir um það að Arsenal ætli sér að fá Cloe Lacasse, fyrrum leikmann ÍBV, í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner