Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 12:10
Aksentije Milisic
FH gerir grín að umræðunni - Kartöflur teknar upp í Kaplakrika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og HK mætast í áhugarverðum slag í Bestu deild karla annað kvöld.


Spilað verður á Kaplakrikavelli en mikil umræða hefur verið um standið á honum eins og með svo marga grasvelli á Íslandi þessa stundina.

Völlurinn hefur verið kallaður kartöflugarður og fleira en stutt er í grínið hjá FH-ingum sem birtu skemmtilegt myndband til þess að auglýsa leikinn á morgun.

Þar eru Heimir Guðjónsson og Fjalar Þorgeirsson að ræða málin á meðan leikmenn liðsins taka upp kartöflur.

Sjá einnig:
„FH hefur ekki teflt fram veikara liði á pappír í háa herrans tíð“


Athugasemdir
banner
banner