Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. maí 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp spenntur fyrir Evrópudeildinni: Anfield mun nötra
Mynd: Getty Images
Liverpool spilar í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en það er mikið áfall fyrir félagið og stuðningsmenn liðsins.

Jurgen Klopp stjóri liðsins gerir sér grein fyrir því að það séu miklir peningar í spilunum en hann er spenntur að mæta til leiks í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

„Þegar maður byrjar að spila er enginn munur. Það verða erfiðir andstæðingar, önnur lönd og að lokum risa verðlaun í boði. Ég er ekki að segja að við munum vinna en við munum reyna," sagði Klopp.

„Ég er 100% viss um að fólk hugsi núna: Æj, þetta er bara Evrópudeildin.' Ég er 100% viss um að um leið og flautað er til leiks, sama hver andstæðingurinn er á fimmtudagskvöldi að Anfield mun nötra. Það er allt sem ég þarf."

„Ef einhver vill fara í gegnum árið og hugsa: Já en þetta er ekki Meistaradeildin. Ég get ekki hjálpað þeim einstaklingum. Afsakið, ég veit ekki hvernig á að hjálpa þeim."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner