Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   mán 27. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Margir vilja fá ungstirni Leeds
Hinn átján ára gamli miðjumaður Archie Gray átti magnað tímabil með Leeds en hann lék bæði sem miðjumaður og hægri bakvörður.

Gray kom upp úr hinu öfluga unglingastarfi Leeds og ljóst að mörg félög horfa löngunaraugum til hans eftir að félaginu mistókst að komast upp í úrvalsdeildina.

Leeds tapaði fyrir Southampton á Wembley í gær og situr því eftir í Championship-deildinni.

BBC veltir því fyrir sér hvort annað tímabil í Championship-deildinni myndi hjálpa þróun hans. Ljóst er að hann vill allavega spila úrvalsdeildarfótbolta bráðlega, eins og allir ungir og hæfileikaríkir leikmenn.

Leeds er með nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum, menn sem gætu orðið eftirsóttir í sumarglugganum. Þar á meðal er hinn 22 ára Crysencio Summerville en sóknarmaðurinn var valinn besti leikmaður Championship-deildarinnar eftir að hafa skorað nítján mörk og átt níu stoðsendingar. Ensku götublöðin segja Liverpool hafa áhuga.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Millwall 17 8 4 5 19 23 -4 28
5 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
6 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
7 Bristol City 17 7 5 5 25 20 +5 26
8 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
9 Birmingham 17 7 4 6 25 19 +6 25
10 Wrexham 17 6 7 4 22 19 +3 25
11 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
12 QPR 17 7 4 6 21 25 -4 25
13 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
14 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
15 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
16 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
17 West Brom 17 6 4 7 17 20 -3 22
18 Blackburn 16 6 1 9 16 21 -5 19
19 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
20 Portsmouth 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Sheffield Utd 17 5 1 11 17 26 -9 16
22 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 17 1 5 11 12 33 -21 -4
Athugasemdir
banner
banner