Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. júní 2016 19:56
Magnús Már Einarsson
Enski lýsandinn líkti Íslandi við San Marino
Icelandair
Íslenska liðið fyrir leikinn í kvöld.
Íslenska liðið fyrir leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ísland er 2-1 yfir gegn Englendingum í hálfleik í leik liðanna í 16-liða úrslitum á EM. Clive Tyldesley, lýsandi á ITV, er að fá útreið á Twitter eftir ummæli sem hann lét falla í fyrri hálfleik.

Tyldesley er mjög óánægður með enska landsliðið í leiknum og á einhvern ótrúlegan hátt ákvað hann að líkja Íslandi við lið San Marino.

San Marino er í 200. sæti á heimslista FIFA og með eitt slakasta landslið í heimi. Hvernig í ósköpunum Tyldesley datt í huga að bera liðið saman við Ísland er ráðgáta.

Ísland fékk jafnmörg stig og England í riðlakeppninni á EM 2016 á meðan San Marino hefur ekki unnið einn einasta fótboltaleik á þessari öld!

Hér að neðan má sjá enska stuðningsmenn láta Tyldesley heyra það fyrir þessi fáránlegu ummæli.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner