Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júní 2022 12:30
Fótbolti.net
Bestur í 8. umferð - Takið vegabréfið af honum og felið það
Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Lengjudeildin
Stefán Ingi Sigurðarson.
Stefán Ingi Sigurðarson.
Mynd: Twitter/valgeir29
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar HK vann 3-1 sigur gegn Kórdrengjum í Lengjudeildinni á fimmtudag. Stefán er leikmaður 8. umferðar.

Þessi 21 árs leikmaður er hjá HK á láni frá Breiðabliki en hann stundar nám erlendis og klárar því ekki tímabilið með HK. Ljóst er að hans verður sárt saknað í Kórnum þegar hann heldur út.

Skólinn hans í Bandaríkjunum vill fá hann til sín snemma í ágúst en sjálfur vonast Stefán eftir því að geta frestað því eitthvað.

Sjá einnig:
Úrvalslið 8. umferðar Lengjudeildarinnar
Nýliðavalið fjarlægur draumur - Fótboltinn heillar meira en menningin (8. júní '21)

Stefán hefur spilað ákaflega vel með HK og eftir leikinn var hann skiljanlega ánægður með eigin frammistðu.

„Það var virkilega gaman. Það var hægur fyrri hálfleikur, bæði lið svolítið hrædd við að gera mistök. Seinni hálfleikurinn opnaðist vel það var gott að gera mark bara strax og svo er ég virkilega ánægður með seinna markið, hitti hann vel og gaman að sjá hann syngja inn í skeitin," sagði Stefán sem er kominn með fjögur mörk í deildinni.

Eftir að Stefán skoraði síðan fjögur mörk í 6-0 sigri gegn Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum í gær setti Valgeir Valgeirsson, liðsfélagi hans í HK, inn færslu á Twitter þar sem hann kallaði eftir því að vegabréfið yrði tekið af honum.


Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stefán Ingi: gaman að sjá hann syngja inn í skeytin
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner