Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 27. júlí 2015 22:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Jonathan Glenn: Síðustu 48 tímar verið klikkaðir
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, nýjasti leikmaður Breiðabliks spilaði 45 mínútur fyrir ÍBV í gær. Hann fór síðan til Breiðabliks um kvöldið og spilaði 20 mínútur í markalausa jafnteflinu við KR.

Ekki oft sem maður sér það í fótbolta. Fótbolti.net kíkti á hljóðið í Glenn eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Breiðablik

„Þetta var góður leikur hjá okkur í dag. KR er með gott lið. Þetta var jafn leikur, bæði lið fengu færi og ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."

„Við fengum góð færi en svona er þetta stundum, vonandi getum við byrjað að skora, vinna leiki og fara ofar í töflunni."

Glenn segist ekki alveg vera búinn að meðtaka það sem hefur gerst síðustu tvo daga.

„Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en síðustu 48 tímar hafa verið brjálaðir. Við kláruðum allt í gærkvöldi og í dag er ég að spila."

Glenn var nálægt því að skora í leiknum er hann komst einn gegn Stefáni Loga en Stefán var snöggur af línunni og náði að bjarga.

„Ég var óheppinn að taka of fasta snertingu, markmaðurinn var mjög fljótur af línunni og náði honum. Ég var óheppinn."

Hann segir að ákvörðunin um að færa sig um set sé góð fyrir alla.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli ÍBV, mín og Breiðablik. ÍBV fékk framherja (Gunnar Heiðar Þorvaldsson) og voru að reyna að minnka launakostnaðinn sinn."

„Breiðablik var að leita af framherja og ég var að leita að liði sem er að berjast up titilinn. Það græddu allir á þessu."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir