Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 27. júlí 2015 22:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Jonathan Glenn: Síðustu 48 tímar verið klikkaðir
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, nýjasti leikmaður Breiðabliks spilaði 45 mínútur fyrir ÍBV í gær. Hann fór síðan til Breiðabliks um kvöldið og spilaði 20 mínútur í markalausa jafnteflinu við KR.

Ekki oft sem maður sér það í fótbolta. Fótbolti.net kíkti á hljóðið í Glenn eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Breiðablik

„Þetta var góður leikur hjá okkur í dag. KR er með gott lið. Þetta var jafn leikur, bæði lið fengu færi og ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."

„Við fengum góð færi en svona er þetta stundum, vonandi getum við byrjað að skora, vinna leiki og fara ofar í töflunni."

Glenn segist ekki alveg vera búinn að meðtaka það sem hefur gerst síðustu tvo daga.

„Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en síðustu 48 tímar hafa verið brjálaðir. Við kláruðum allt í gærkvöldi og í dag er ég að spila."

Glenn var nálægt því að skora í leiknum er hann komst einn gegn Stefáni Loga en Stefán var snöggur af línunni og náði að bjarga.

„Ég var óheppinn að taka of fasta snertingu, markmaðurinn var mjög fljótur af línunni og náði honum. Ég var óheppinn."

Hann segir að ákvörðunin um að færa sig um set sé góð fyrir alla.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli ÍBV, mín og Breiðablik. ÍBV fékk framherja (Gunnar Heiðar Þorvaldsson) og voru að reyna að minnka launakostnaðinn sinn."

„Breiðablik var að leita af framherja og ég var að leita að liði sem er að berjast up titilinn. Það græddu allir á þessu."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner