Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 27. júlí 2015 22:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Jonathan Glenn: Síðustu 48 tímar verið klikkaðir
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, nýjasti leikmaður Breiðabliks spilaði 45 mínútur fyrir ÍBV í gær. Hann fór síðan til Breiðabliks um kvöldið og spilaði 20 mínútur í markalausa jafnteflinu við KR.

Ekki oft sem maður sér það í fótbolta. Fótbolti.net kíkti á hljóðið í Glenn eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Breiðablik

„Þetta var góður leikur hjá okkur í dag. KR er með gott lið. Þetta var jafn leikur, bæði lið fengu færi og ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."

„Við fengum góð færi en svona er þetta stundum, vonandi getum við byrjað að skora, vinna leiki og fara ofar í töflunni."

Glenn segist ekki alveg vera búinn að meðtaka það sem hefur gerst síðustu tvo daga.

„Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en síðustu 48 tímar hafa verið brjálaðir. Við kláruðum allt í gærkvöldi og í dag er ég að spila."

Glenn var nálægt því að skora í leiknum er hann komst einn gegn Stefáni Loga en Stefán var snöggur af línunni og náði að bjarga.

„Ég var óheppinn að taka of fasta snertingu, markmaðurinn var mjög fljótur af línunni og náði honum. Ég var óheppinn."

Hann segir að ákvörðunin um að færa sig um set sé góð fyrir alla.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli ÍBV, mín og Breiðablik. ÍBV fékk framherja (Gunnar Heiðar Þorvaldsson) og voru að reyna að minnka launakostnaðinn sinn."

„Breiðablik var að leita af framherja og ég var að leita að liði sem er að berjast up titilinn. Það græddu allir á þessu."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir