Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mán 27. júlí 2015 22:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Jonathan Glenn: Síðustu 48 tímar verið klikkaðir
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Jonathan Glenn lendir í samstuði við Stefán Loga Magnússon í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, nýjasti leikmaður Breiðabliks spilaði 45 mínútur fyrir ÍBV í gær. Hann fór síðan til Breiðabliks um kvöldið og spilaði 20 mínútur í markalausa jafnteflinu við KR.

Ekki oft sem maður sér það í fótbolta. Fótbolti.net kíkti á hljóðið í Glenn eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Breiðablik

„Þetta var góður leikur hjá okkur í dag. KR er með gott lið. Þetta var jafn leikur, bæði lið fengu færi og ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit."

„Við fengum góð færi en svona er þetta stundum, vonandi getum við byrjað að skora, vinna leiki og fara ofar í töflunni."

Glenn segist ekki alveg vera búinn að meðtaka það sem hefur gerst síðustu tvo daga.

„Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta ennþá en síðustu 48 tímar hafa verið brjálaðir. Við kláruðum allt í gærkvöldi og í dag er ég að spila."

Glenn var nálægt því að skora í leiknum er hann komst einn gegn Stefáni Loga en Stefán var snöggur af línunni og náði að bjarga.

„Ég var óheppinn að taka of fasta snertingu, markmaðurinn var mjög fljótur af línunni og náði honum. Ég var óheppinn."

Hann segir að ákvörðunin um að færa sig um set sé góð fyrir alla.

„Þetta var sameiginleg ákvörðun á milli ÍBV, mín og Breiðablik. ÍBV fékk framherja (Gunnar Heiðar Þorvaldsson) og voru að reyna að minnka launakostnaðinn sinn."

„Breiðablik var að leita af framherja og ég var að leita að liði sem er að berjast up titilinn. Það græddu allir á þessu."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir