Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góð frammistaða en hrikalega pirrandi að fá nákvæmlega ekkert fyrir hana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 0-3 útisigur gegn HK á sunnudag í Pepsi Max-deildinni. HK átti virkilega góðan fyrri hálfleik en náði ekki að nýta sér yfirburði sína og Valsmenn refsuðu fyrir það í seinni hálfleik.

HK er í fallsæti eftir fjórtán umferðir, þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn var til umræðu í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

Lestu um leikinn: HK 0 -  3 Valur

„Á endanum var þetta sannfærandi sigur hjá toppliði Vals í Kórnum," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Þetta er akkúrat málið, HK eru mjög fínir í fyrri hálfleik og spila vel en tapa samt leiknum 3-0. Mér finnst það dæmigert fyrir lið sem er í ströggli og að daðra við fallið að þetta sé staðan. Hrikalega pirrandi að ná góðri frammistöðu en fá nákvæmlega ekkert fyrir hana. Tvö fyrstu mörkin koma sitthvoru megin við hálfleikinn, ef það er einhverntímann slæmur tímapunktur að fá á sig mörk er það akkúrat þarna," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Er hægt að kvarta yfir 3-0 útisigri?
Ingó hélt áfram:

„Þetta var hrikalega svekkjandi fyrir HK-ingana en massíft hjá Val. Enn ein massífa frammistaðan hjá þeim. Það er ekkert verið að skemmta okkur mikið en þeir vinna 3-0, er hægt að kvarta yfir því? Maður saknar þess að sjá Val sjá Val spila aðeins skemmtilegri fótbolta."

Valur er með eins stigs forskot á Víking á toppi deildarinnar og stöðvaði með þessum sigri fjögurra leikja taphrinu.

HK hefur unnið tvo leiki í deildinni í sumar, gegn Leikni í maí og gegn Fylki fyrir tæpum þremur vikum.
Innkastið - KR lék sér að bráðinni og ótrúleg úrslit suður með sjó
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner