Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 26. júlí 2025 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Selfoss
Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss svaraði spurningum eftir fjögurra marka tap á Húsavík í Lengjudeildinni í dag.

Selfyssingar eru aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur, með 13 stig eftir 14 umferðir.

„Við byrjuðum ágætlega og héldum boltanum vel en áttum svo tvær arfaslakar sendingar sem sköpuðu þessi mörk fyrir þá. Annað var það nú ekki í fyrri hálfleik og síðan fór allt á versta veg í seinni hálfleik," sagði Bjarni Jó.

„Við misstum hafsentinn okkar útaf í smá meiðsli í hálfleik og fengum svo annað gula spjaldið á hægri bakvörðinn okkar. Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt og þetta var einhvern veginn bara vondur dagur fyrir okkur. Við vorum bæði sjálfum okkur verstir og ýmsir dómar féllu okkur ekki í hag í þessum leik.

„Mér fannst þetta mjög soft að reka hann útaf sérstaklega þegar búið var að marg, marg, margbrjóta á okkar manni. Hann kannski missti höndina í hálsinn á honum eða eitthvað álíka í þessu klafsi. Mér fannst dómarnir ekki falla með okkur."


Bjarni er spenntur fyrir baráttunni sem er framundan á Selfossi og talaði um að hver einasti leikur gegn liðum í neðri hluta deildarinnar sé úrslitaleikur.

Selfoss tekur á móti toppliði ÍR í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner