Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes vill níu eða tíu leikmenn í viðbót
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David Moyes þjálfari Everton segist vilja fá níu eða tíu leikmenn inn til félagsins fyrir opnunarleik nýs úrvalsdeildartímabils gegn nýliðum Leeds United.

Everton er búið að krækja í Thierno Barry og Mark Travers í sumar, auk þess að ganga frá kaupum á Carlos Alcaraz sem lék með liðinu á láni á síðustu leiktíð.

Þrátt fyrir það segir Moyes að það vanti enn leikmenn í hópinn, bæði til að bæta gæði byrjunarliðsins og breikka hópinn. Hann vill níu eða tíu leikmenn til viðbótar.

Þetta sagði Moyes í spjallþætti 'Men In Blazers' með leikmönnum Everton í New York í gær. Þar voru Séamus Coleman, James Tarkowski og Iliman Ndiaye mættir ásamt Moyes.

Everton vantar sérstaklega að kaupa miðvörð, vinstri bakvörð, miðjumann og tvo hægri kantmenn til að geta verið með fullskipaðan leikmannahóp fyrir fyrstu umferð úrvalsdeildartímabilsins.

Everton heimsækir Leeds mánudagskvöldið 18. ágúst.

Moyes tók við Everton í annað sinn á ferlinum í janúar og gerði frábæra hluti. Hann tók við liðinu þegar það var aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti og náði í 31 stig úr síðustu 19 umferðunum.

Everton endaði að lokum heilum 23 stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 48 stig.
Athugasemdir
banner