Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
„Vonum og gerum ráð fyrir að hann verði klár sem fyrst“
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Joe Gomez meiddist í Asíu-ferð Liverpool og er farinn aftur heim til Englands en þetta staðfestir Arne Slot, stjóri félagsins.

Gomez, sem hefur verið gjarn á að meiðast á síðustu árum, meiddist á hásin og var metið stöðuna þannig að best væri fyrir hann að fara í endurhæfingu á Englandi.

Þetta er vond staða fyrir Liverpool sem hefur ekki marga varnarmenn í röðum sínum. Jarell Quansah var seldur til Bayer Leverkusen og er liðið aðeins með þá Virgil van Dijk og Ibrahima Konate, sem þurfti að spila Ryan Gravenberch í öftustu línu gegn AC Milan í dag.

„Hann var með okkur fyrri hluta vikunnar, en var síðan í vandræðum með hásin. Við töldum það betra að skoða þetta betur á Englandi og fyrir hann að vinna í því að koma aftur inn í liðið. Það eru líklega aðeins upplagðari aðstæður fyrir hann en að vera hluti af hóp sem er alltaf á ferðinni þannig við ákváðum að leyfa honum að fljúga aftur til Englands, en við vonum og gerum ráð fyrir að hann verði klár sem fyrst,“ sagði Slot.

Liverpool hefur verið að skoða Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace, í sumar. Hann verður samningslaus á næsta ári og gæti því verið falur fyrir 35-50 milljónir punda í þessum glugga.
Athugasemdir
banner