
Bjarni Jóhannsson svaraði spurningum eftir 4-0 tap Selfyssinga á útivelli gegn Völsungi í Lengjudeildinni í dag.
Jón Daði Böðvarsson átti að taka þátt í leiknum en var svo ekki í hóp, en það er vegna meiðsla. Bjarni vonast til að fá Jón Daða til leiks fyrir lok tímabilsins.
„Hann meiddist í síðustu viku og við erum bara að skoða það, þetta er ekki komið endanlega í ljós. Vonandi mætir hann til leiks á þessari leiktíð," sagði Bjarni að leikslokum.
26.07.2025 18:01
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Jón Daði er 33 ára sóknarleikmaður sem gerði garðinn frægan með Íslandi á EM 2016. Hann er uppalinn Selfyssingur og hefur meðal annars leikið fyrir Wolves, Reading, Millwall og Bolton á ferlinum.
Það ríkti því gríðarlega mikil spenna þegar Selfoss staðfesti félagaskipti Jóns Daða til félagsins fyrr í sumar. Koma Jóns Daða virðist hafa hjálpað til við að hvetja leikmenn til dáða þar sem lærlingar Bjarna Jó unnu tvo leiki af þremur eftir tilkynninguna um félagaskiptin.
Jón Daði, sem er með yfir 100 leiki að baki fyrir Selfoss, lék 64 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
26.07.2025 09:00
Óljóst hvenær Jón Daði verður klár
Athugasemdir