Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 27. ágúst 2017 16:34
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Drullusvekktur að menn vinni ekki vinnuna sína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías þjálfari kvennaliðs Selfoss var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli við Hamrana í 1.deild kvenna í dag. Mark var dæmt af Selfyssingum í uppbótartíma og segir Elías að dómaratríóið hafi haft rangt fyrir sér.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  0 Hamrarnir

„Þetta lítur þannig út að Alex tekur skot sem er frábærlega varið af markmanninum í slánna, við náum boltanum og skorum. Markið er síðan dæmt af af aðstoðardómaranum, sem segir að hún hafi verið komin með fullt vald á boltanum (markmaðurinn) sem er alrangt."

„Við erum búin að sjá þetta á videóklippu og það skilur enginn neitt í þessu. Þegar maður gengur á þá þá kvabba þeir bara, maður er drullusvekktur að menn séu ekki að vinna vinnuna sína."

„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik spíttum við í lófana og vorum mun betri og boltinn var á sóknarhelming okkar en við náum ekki að skapa okkur nægilega góð færi."

Selfyssingar eru ennþá í bullandi séns að komast upp í Pepsídeildina en liðið á HK/Víking í síðustu umferð sem eru einmitt líka í séns. Það verður því hörkuleikur.

„Það er búið að vera mikill meðbyr með okkur og mikið af fólki á leikjunum í sumar og ég þakka þeim fyrir að mæta á leikina. Núna er bara einn leikur eftir og ég hlakka til að sjá alla Selfyssinga þar í rauðu"
Athugasemdir
banner
banner