Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   sun 27. ágúst 2017 16:34
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Drullusvekktur að menn vinni ekki vinnuna sína
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías þjálfari kvennaliðs Selfoss var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli við Hamrana í 1.deild kvenna í dag. Mark var dæmt af Selfyssingum í uppbótartíma og segir Elías að dómaratríóið hafi haft rangt fyrir sér.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  0 Hamrarnir

„Þetta lítur þannig út að Alex tekur skot sem er frábærlega varið af markmanninum í slánna, við náum boltanum og skorum. Markið er síðan dæmt af af aðstoðardómaranum, sem segir að hún hafi verið komin með fullt vald á boltanum (markmaðurinn) sem er alrangt."

„Við erum búin að sjá þetta á videóklippu og það skilur enginn neitt í þessu. Þegar maður gengur á þá þá kvabba þeir bara, maður er drullusvekktur að menn séu ekki að vinna vinnuna sína."

„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik spíttum við í lófana og vorum mun betri og boltinn var á sóknarhelming okkar en við náum ekki að skapa okkur nægilega góð færi."

Selfyssingar eru ennþá í bullandi séns að komast upp í Pepsídeildina en liðið á HK/Víking í síðustu umferð sem eru einmitt líka í séns. Það verður því hörkuleikur.

„Það er búið að vera mikill meðbyr með okkur og mikið af fólki á leikjunum í sumar og ég þakka þeim fyrir að mæta á leikina. Núna er bara einn leikur eftir og ég hlakka til að sjá alla Selfyssinga þar í rauðu"
Athugasemdir
banner