Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 27. ágúst 2017 16:34
Arnar Helgi Magnússon
Alfreð: Drullusvekktur að menn vinni ekki vinnuna sína
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías þjálfari kvennaliðs Selfoss var gríðarlega svekktur eftir 0-0 jafntefli við Hamrana í 1.deild kvenna í dag. Mark var dæmt af Selfyssingum í uppbótartíma og segir Elías að dómaratríóið hafi haft rangt fyrir sér.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  0 Hamrarnir

„Þetta lítur þannig út að Alex tekur skot sem er frábærlega varið af markmanninum í slánna, við náum boltanum og skorum. Markið er síðan dæmt af af aðstoðardómaranum, sem segir að hún hafi verið komin með fullt vald á boltanum (markmaðurinn) sem er alrangt."

„Við erum búin að sjá þetta á videóklippu og það skilur enginn neitt í þessu. Þegar maður gengur á þá þá kvabba þeir bara, maður er drullusvekktur að menn séu ekki að vinna vinnuna sína."

„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik spíttum við í lófana og vorum mun betri og boltinn var á sóknarhelming okkar en við náum ekki að skapa okkur nægilega góð færi."

Selfyssingar eru ennþá í bullandi séns að komast upp í Pepsídeildina en liðið á HK/Víking í síðustu umferð sem eru einmitt líka í séns. Það verður því hörkuleikur.

„Það er búið að vera mikill meðbyr með okkur og mikið af fólki á leikjunum í sumar og ég þakka þeim fyrir að mæta á leikina. Núna er bara einn leikur eftir og ég hlakka til að sjá alla Selfyssinga þar í rauðu"
Athugasemdir
banner