Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 27. september 2020 17:07
Sverrir Örn Einarsson
Andri Steinn: Erum ekki vanir að tapa
Andri Steinn Birgisson
Andri Steinn Birgisson
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir þurftu að bíta í það súra epli að fara stigalausir heim af Vogaídýfuvellinum þar sem liðið mætti Þrótti frá Vogum en lokatölur urðu 1 - 0 Þrótti í vil. Leikurinn sem einkenndist af baráttu og hörku var í járnum lengst af en Þróttarar brutu ísinn á eftir tæplega klukkustundarleik þegar Andri Jónasson skallaði hornspynu Hubert Rafal Kotus í netið. Kórdrengir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki að brjóta skipulagt lið Þróttar niður og niðurstaðan því sigur heimamanna í sannkölluðum toppslag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Við sem betur fer erum ekki vanir að tapa mikið af leikjum en það gerðist í dag og þetta var bara hörkuleikur tveggja öflugra liða. Leikurinn spilaðist eins og við vissum að hann myndi spilast, þetta væri mikill fætingur og bara 50/50 leikur og þeir unnu hann.. “
Sagði Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari Kórdrengja við fréttaritara eftir leik.

Aðstæður í Vogum voru nokkuð erfiðar en völlurinn var vel blautur og þungur yfirferðar sem bitnaði nokkuð á gæðum leiksins.

„Völlurinn er erfiður og aðstæður erfiðar en það er fyrir bæði lið og það er bara gaman að spila í svona veðri á svona velli. Það er blautt og það er mikið um tæklingar og mikið um mistök.“

Kórdrengir eru þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar og stefna hraðbyri í átt að Lengjudeildarsæti að ári.

„Við svo sem gáfum það út fyrir tímabilið að við ætluðum upp og höldum okkur þar áfram. Við erum á toppnum þannig að við erum með þetta í okkar höndum.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner