Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   sun 27. september 2020 17:07
Sverrir Örn Einarsson
Andri Steinn: Erum ekki vanir að tapa
Andri Steinn Birgisson
Andri Steinn Birgisson
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir þurftu að bíta í það súra epli að fara stigalausir heim af Vogaídýfuvellinum þar sem liðið mætti Þrótti frá Vogum en lokatölur urðu 1 - 0 Þrótti í vil. Leikurinn sem einkenndist af baráttu og hörku var í járnum lengst af en Þróttarar brutu ísinn á eftir tæplega klukkustundarleik þegar Andri Jónasson skallaði hornspynu Hubert Rafal Kotus í netið. Kórdrengir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki að brjóta skipulagt lið Þróttar niður og niðurstaðan því sigur heimamanna í sannkölluðum toppslag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Við sem betur fer erum ekki vanir að tapa mikið af leikjum en það gerðist í dag og þetta var bara hörkuleikur tveggja öflugra liða. Leikurinn spilaðist eins og við vissum að hann myndi spilast, þetta væri mikill fætingur og bara 50/50 leikur og þeir unnu hann.. “
Sagði Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari Kórdrengja við fréttaritara eftir leik.

Aðstæður í Vogum voru nokkuð erfiðar en völlurinn var vel blautur og þungur yfirferðar sem bitnaði nokkuð á gæðum leiksins.

„Völlurinn er erfiður og aðstæður erfiðar en það er fyrir bæði lið og það er bara gaman að spila í svona veðri á svona velli. Það er blautt og það er mikið um tæklingar og mikið um mistök.“

Kórdrengir eru þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar og stefna hraðbyri í átt að Lengjudeildarsæti að ári.

„Við svo sem gáfum það út fyrir tímabilið að við ætluðum upp og höldum okkur þar áfram. Við erum á toppnum þannig að við erum með þetta í okkar höndum.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner