Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 27. september 2020 17:07
Sverrir Örn Einarsson
Andri Steinn: Erum ekki vanir að tapa
Andri Steinn Birgisson
Andri Steinn Birgisson
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir þurftu að bíta í það súra epli að fara stigalausir heim af Vogaídýfuvellinum þar sem liðið mætti Þrótti frá Vogum en lokatölur urðu 1 - 0 Þrótti í vil. Leikurinn sem einkenndist af baráttu og hörku var í járnum lengst af en Þróttarar brutu ísinn á eftir tæplega klukkustundarleik þegar Andri Jónasson skallaði hornspynu Hubert Rafal Kotus í netið. Kórdrengir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki að brjóta skipulagt lið Þróttar niður og niðurstaðan því sigur heimamanna í sannkölluðum toppslag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Við sem betur fer erum ekki vanir að tapa mikið af leikjum en það gerðist í dag og þetta var bara hörkuleikur tveggja öflugra liða. Leikurinn spilaðist eins og við vissum að hann myndi spilast, þetta væri mikill fætingur og bara 50/50 leikur og þeir unnu hann.. “
Sagði Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari Kórdrengja við fréttaritara eftir leik.

Aðstæður í Vogum voru nokkuð erfiðar en völlurinn var vel blautur og þungur yfirferðar sem bitnaði nokkuð á gæðum leiksins.

„Völlurinn er erfiður og aðstæður erfiðar en það er fyrir bæði lið og það er bara gaman að spila í svona veðri á svona velli. Það er blautt og það er mikið um tæklingar og mikið um mistök.“

Kórdrengir eru þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar og stefna hraðbyri í átt að Lengjudeildarsæti að ári.

„Við svo sem gáfum það út fyrir tímabilið að við ætluðum upp og höldum okkur þar áfram. Við erum á toppnum þannig að við erum með þetta í okkar höndum.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner