Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 27. september 2020 17:07
Sverrir Örn Einarsson
Andri Steinn: Erum ekki vanir að tapa
Andri Steinn Birgisson
Andri Steinn Birgisson
Mynd: Hulda Margrét
Kórdrengir þurftu að bíta í það súra epli að fara stigalausir heim af Vogaídýfuvellinum þar sem liðið mætti Þrótti frá Vogum en lokatölur urðu 1 - 0 Þrótti í vil. Leikurinn sem einkenndist af baráttu og hörku var í járnum lengst af en Þróttarar brutu ísinn á eftir tæplega klukkustundarleik þegar Andri Jónasson skallaði hornspynu Hubert Rafal Kotus í netið. Kórdrengir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en tókst ekki að brjóta skipulagt lið Þróttar niður og niðurstaðan því sigur heimamanna í sannkölluðum toppslag.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Við sem betur fer erum ekki vanir að tapa mikið af leikjum en það gerðist í dag og þetta var bara hörkuleikur tveggja öflugra liða. Leikurinn spilaðist eins og við vissum að hann myndi spilast, þetta væri mikill fætingur og bara 50/50 leikur og þeir unnu hann.. “
Sagði Andri Steinn Birgisson aðstoðarþjálfari Kórdrengja við fréttaritara eftir leik.

Aðstæður í Vogum voru nokkuð erfiðar en völlurinn var vel blautur og þungur yfirferðar sem bitnaði nokkuð á gæðum leiksins.

„Völlurinn er erfiður og aðstæður erfiðar en það er fyrir bæði lið og það er bara gaman að spila í svona veðri á svona velli. Það er blautt og það er mikið um tæklingar og mikið um mistök.“

Kórdrengir eru þrátt fyrir tapið enn á toppi deildarinnar og stefna hraðbyri í átt að Lengjudeildarsæti að ári.

„Við svo sem gáfum það út fyrir tímabilið að við ætluðum upp og höldum okkur þar áfram. Við erum á toppnum þannig að við erum með þetta í okkar höndum.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner