Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 27. september 2020 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: U21 markverðirnir héldu báðir hreinu - Jón Dagur í sigurliði
Patrik lék sinn fyrsta leik með Viborg
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nóg er af leikjum hjá Íslendingaliðunum í Danmörku í dag. Fjórum leikjum var rétt í þessu að ljúka.

Superliga
Í efstu deild fór fram Íslendingaslagur þar sem Aarhus vann Odense 4-2 á heimavelli. Með Aarhus spilar Jón Dagur Þorsteinsson og með Odense leika Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen. Jón Dagur lék fyrstu 62 mínúturnar með Aarhus á meðan Aron Elís og Sveinn Aron komu inn af bekknum hjá OB. Sveinn Aron, sem er að láni frá ítalska félaginu Spezia, var að leika sinn fyrsta leik með OB. Aron lék síðasta korterið og Svenni síðustu sex mínúturnar.

Hjá SönderjyskE var Ísak Óli Ólafsson ónotaður varamaður þegar liðið vann 3-1 sigur á Álaborg.

Aarhus er sem stendur á toppi deildarinnarm eð sjö stig eftir þrjá leiki, SönderjyskE er með sex stig og Odense með fjögur stig. Klukkan 14:00 hófst svo leikur Bröndby og Horsens. Hjá Bröndby er Hjörtur Hermannsson á varamannabekknum þegar liðið getur komist í toppsætið.

B-deildin
Patrik Sigurður Gunnarsson var kominn í byrjunarliðið hjá Viborg og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið lagði Koge, 0-3, á útivelli. Patrik er markvörður sem er að láni frá Brentford.

Liðsfélagi Patriks í U21 árs landsliðinu, Elías Rafn Ólafsson, varði þá mark Fredericia í 1-0 sigri á Silkeborg. Elías er að láni frá FC Midtjylland.

Viborg er á toppi deildarinnar með tíu stig og Feredericia er með níu stig í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner