Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. september 2020 15:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Mikil dramatík er Newcastle jafnaði úr vítaspyrnu á 97.
Engin rangstaða - Hendi á Dier og víti dæmt.
Engin rangstaða - Hendi á Dier og víti dæmt.
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 1 Newcastle
1-0 Lucas Moura ('25 )
1-1 Callum Wilson ('90 , víti)

Tottenham Hotspurs gerði jafntefli gegn Newcastle United í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Eina mark fyrri hálfleiks kom á 25. mínútu þegar Harry Kane lagði upp mark fyrir Lucas Moura.

Tottenham var með mikla yfirburði í leiknum og átti tólf skot á markið gegn einu skoti gestanna. Það skot kom á sjöundu mínútu uppbótartíma.

Skotið kom af vítapunktinum eftir að hendi var dæmd á Eric Dier. Fyrst var spurning hvort Andy Carroll væri rangstæður en svo var ekki og því fékk Newcastle vítaspyrnu.

Callum Wilson jafnaði metin af punktinum og liðin fengu því sitt hvort stigið. Eftir að flautað var til leiksloka fékk aðstoðarmaður Jose Mourinho rauða spjaldið hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner