Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. september 2020 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Bodö/Glimt að valta yfir deildina - Rosenborg á skriði
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt í frábærum málum.
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt í frábærum málum.
Mynd: Håkon Kjøllmoen
Nítjánda umferðin í norsku Eliteserien lauk í kvöld. Í fimm viðureignum voru Íslendingar á mála hjá að minnsta kosti öðru félaginu.

Rosenborg vann 1-2 útisigur á Álasundi þar sem Davíð Kristján Ólafsson var eini Íslendingurinn sem kom við sögu. Davíð lék allan leikinn í vörn Álasunds. Hólmar Örn Eyjólfsson var á bekknum hjá Rosenborg. Þá voru þeir Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson ekki í hópnum hjá Álasundi annan leikinn í röð.

Kristiansand gerði 1-1 jafntefli við Brann þar sem Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Brann. Mjöndalen tapaði heima gegn Viking 1-2. Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Viking á meðan Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður varamaður hjá Mjöndalen.

Stabæk vann 2-0 gegn Start. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og þá er Guðmundur Andri Tryggvason leikmaður liðsins. Andri hefur verið fjarri góðu gamni alla þessa leiktíð.

Að lokum vann Bodö/Glimt 2-0 sigur á Vålerenga. Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö. Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Vålerenga og Matthías Vilhjálmsson síðustu tíu mínúturnar.

Bodö er langefst í deildinni, með 53 stig - átján stiga forskot þegar nítján umferðum er lokið. Rosenborg er í öðru sæti með 35 stig og hefur ekki tapað í tvo og hálfan mánuð.

Álasund er í neðsta sæti með sjö stig - átta stigum frá umspilssæti. Mjöndalen er í næstneðsta sæti með fjórtán stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner