Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 27. september 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Visir.is 
Óskar Hrafn um jöfnunarmark Vals: Vilhjálmur hunsar aðstoðardómarann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var til viðtals hjá Vísi/Stöð 2 Sport eftir 1-1 jafntfli Vals og Breiðabliks í kvöld.

Róbert Orri Þorkelsson og Birkir Már Sævarsson skoruðu mörk leiksins. Róbert Orri kom Breiðabliki yfir en Birkir Már jafnaði undir lokin með umdeildu marki. Róbert Orri var til viðtals hér á Fótbolti.net og ræddi þar um þetta atvik, hægt er að hlusta á það viðtal sem og viðtal við Birki hér neðst í fréttinni.

„VALSARAR JAFNA!!!!!!!! Birkir Heimisson með geggjaða sendingu eftir innkast þar sem að Birkir Már laumar sér á fjær og setur hann í netið. Rétt fyrir innkastið flaggaði línuvörðurinn rangstöðu sem að Vilhjálmur hundsaði og Blikarnir eru brjálaðir," svona lýsti Kristófer Jónsson atvikinu í beinni textalýsingu.

Damir Muminovic hreinsaði boltann í innkast í kjölfarið á því að aðstoðardómari 2 lyfti upp flaggi sínu. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ákvað að dæma ekki rangstöðu og því fékk Valur innkast og í kjölfarið kom fyrirgjöf frá Birki Heimissyni inn á teiginn sem fann Birki Má á fjærstönginni.

„Aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu sem Damir sér og vandar sig lítið við að þruma boltanum útaf vellinum, Villhjálmur Alvar hunsar þá aðstoðardómarann og upp úr því kemur jöfnunar markið,” sagði Óskar við Stöð 2 Sport.

Kristófer gaf Vilhjálmi níu í dómaraeinkunn í skýrslu sinni eftir leikinn.
Birkir Már: Heppnir að ná jafntefli
Róbert Orri um aðstoðardómarann: Vildum að hann myndi standa með sinni ákvörðun
Athugasemdir
banner
banner
banner