Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. september 2020 18:07
Aksentije Milisic
Pepsi Max-deildin: Hallgrímur með þrennu í sigri KA
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 2 - 4 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('26 )
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('45 )
1-2 Karl Friðleifur Gunnarsson ('69 , víti)
1-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('75 )
1-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('89 , víti)
2-4 Kieran Hugh Dolan Mcgrath ('90 )

Einum leik í Pepsi Max deild karla var nú að ljúka. Grótta fékk KA í heimsókn á Vivaldi vellinum.

Hallgrímur Mar Steingrímsson kom gestunum yfir á 26. mínútu. Hann fékk þá knöttinn inn í vítateignum og hamraði honum glæsilega upp í nærhornið.

KA menn héldu áfram með Hallgrím fremstan í flokki og hann var aftur á ferðinni á rétt fyrir hálfleik. Bjarni Aðalsteinsson átti þá fyrirgjöf og var Hallgrímur einn og óvaldaður í teignum og átti ekki í vandræðum með að skora. Staðan 2-0 gestunum í vil í hálfleik.

Grótta minnkaði muninn á 69 mínútu með marki úr vítaspyrnu.

„GRÓTTA ER AÐ FÁ VÍTI!!! Óskar Jónsson stingur honum inn á Karl Friðleif sem sleppir einn í gegn og Jajalo brýtur á honum. Mér sýndist Karl Friðleifur dýfa sér þarna en Guðmundur Ársæll er að dæma víti.
ÞETTA VAR ÓDÝRT!!", skrifaði Anton Freyr Jónsson, um dóminn, í textalýsingunni.

Þegar 15 mínútur voru til leiksloka tvöfaldaði Steinþór Freyr Þorsteinsson forystuna. Hann skoraði þá eftir sendingu frá Bjarna sem lagði upp tvö mörk í dag.

Fjörið var ekki búið. Á 89. mínútu fékk Guðmundur Steinn Hafsteinsson vítaspyrnu en hann hafði komið inn á sem varamaður. Hallgrímur Mar steig á punktinn og fullkomnaði þrennuna.

Kieran Mcgrath skoraði sárabótamark fyrir Gróttu í uppbótartíma og KA sigur því staðreynd í markaleik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner