Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. september 2020 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Fyrsta tap Bayern á árinu í öllum keppnum
Mynd: Getty Images
Hoffenheim 4 - 1 Bayern
1-0 Ermin Bicakcic ('16 )
2-0 Munas Dabbur ('24 )
2-1 Joshua Kimmich ('36 )
3-1 Andrej Kramaric ('77 )
4-1 Andrej Kramaric ('91, víti)

Hoffenheim vann mjög svo óvæntan heimasigur á Þýskalands- og Evrópumeisturum Bayern Munchen.

Bayern lék í Ofurbikarnum í liðinni viku og vann í framlengdum leik. Liðið vann þá gegn Schalke, 8-0, í síðustu viku.

Ermin Bicakcic og Munas Dabbur komu Hoffenhem í 2-0 í fyrri hálfleik en Joshua Kimmich minnkaði muninn fyrir gestina á 36. mínútu.

Andrej Kramaric skoraði þriðja mark heimamanna á 77. mínútu og hann skoraði svo fjórða markið á 91. mínútu úr vítaspyrnu. Hoffnheim átti níu skot á mark gestanna gegn einungis þremur hjá Bayern á mark heimamanna.

Hoffenheim byrjar tímabilið á tveimur sigrum á meðan Bayern er með þrjú stig. Bayern hafði unnið alla keppnisleiki á árinu, fyrir utan jafntefli gegn RB Leipzig í febrúar í öllum keppnum. Liðið tapaði síðast árið 2019 í mótsleik þó að liðið hafi tapað æfingaleik gegn Nurnberg í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner